Aníta keppir í Birmingham á sunnudaginn

Hlaupakonan Aníta Hinriksdóttir ÍR keppir 800 m á sínu þriðja Demantamóti í sumar á sunnudaginn. Mótið sem fer fram í Birmingham í Englandi telur þó ekki til stiga í Demantamótaröðinni, þar sem um aukagrein er að ræða.

Fyrr í sumar keppti Aníta á Demantamótunum í Osló og Stokkhólmi og stóð sig mjög vel á þeim mótum. Hún bætti Íslandsmet sitt í 800 m hlaupi í Osló þegar hún hljóp á tímanum 2:00,05 mínútum og þremur dögum síðar keppti hún á Demantamótinu í Stokkhólmi og hljóp þá á tímanum 2:00,06 mínútum.

Aníta Hinriksdóttir hefur fengið keppnisrétt í 800 m hlaupi á Demantamótinu í frjálsum íþróttum sem verður í Birmingham í Englandi á sunnudag. 800 m hlaup kvenna í Birmingham telur þó ekki til stiga á Demantamótaröðinni, heldur er um aukagrein að ræða á mótinu.

Aníta á sjöunda besta tímann af þeim ellefu hlaupakonum sem skráðar eru til leiks. Hinar hlaupakonurnar sex sem eiga hraðari tíma en Aníta eiga allar tíma undir tveimur mínútum.

 

Share on FacebookShare on Google+Tweet about this on TwitterShare on LinkedIn