Aníta Hinriksdóttir hlaupari úr ÍR hljóp frábærlega og náði bronsverðlaunum á EM í Belgrad í dag. Aníta hljóp á tímanum 2:01,25 í úrslitahlaupinu. Svisslendingurinn Selena Büchel varði titil sinn í greininni, en hún hljóp á tímanum 2:00,38 og Shelayna Oskan-Clarke frá Bretlandi varð síðan í öðru sæti á tímanum 2:00,39. Þetta er í fyrsta skipti í 16 ár sem Íslendingur vinnur til verðlauna á stórmóti í frjálsum íþróttum. Gott að Ísland minni á sig og alveg kominn tími til eins og Gunnar Páll Jóakimsson þjálfari Anítu sagði í viðtali við mbl í dag.

