Hlaupakonan Aníta Hinriksdóttir er í miklu stuði þessa dagana. Í gær sló hún 10 mánaða gamalt Íslandsmet sitt í 800m hlaupi kvenna þegar hún hljóp vegalengdina á 2:00,05 sekúndum á Bislett leikunum í Osló, Noregi. Fyrra metið var 2:00,14 mín og var það sett á Ólympíuleikunum í Ríó í ágúst í fyrra. Var þetta því bæting hjá Anítu um 9/100 úr sekúndu.
Keppnin í hlaupinu í gær var gríðarlega sterk en þess má geta að þær sem röðuðu sér í fyrstu þrjú sætin í hlaupinu unnu gull, silfur og brons á Ólympíuleikunum í Ríó. Aníta hafnaði í 6. sæti í hlaupinu í gær. Hér má finna úrslit hlaupsins.
Keppnistímabil Anítu er rétt að byrja en á sunnudaginn keppir hún á öðru Demantamóti í Stokkhólmi og verður hún einnig á meðal keppenda á EM U23 og HM í London sem fara fram seinna í sumar.
Hér má sjá myndband af hlaupinu.
Við óskum Anítu innilega til hamginju með stórkostlegan árangur!