Andrea og Þórdís Eva keppa á EM í Tbilisi

Þær stöllur Andrea Kolbeinsdóttir ÍR og Þórdís Eva Steinsdóttir FH hefja á morgun fimmtudag keppni á EM 16-17 ára í Tbilisi í Georgíu.
 
Þórdís Eva keppir strax klukkan 7:40 í fyrramálið í undanrásum 400m hlaupsins. Hún er í 3ja riðli af fjórum en fyrstu þrjár í hverjum riðli auk 4 bestu tíma komast áfram í undanúrslit. Þórdís Eva á best 24.81 sek og er það næst besti tíminn í hennar riðli. Í hverjum hinna riðlanna eru ein til tvær stúlkur sem eiga betri tíma þannig að nokkuð góðar líkur eru á því að Þórdís Evu komist áfram í undarúrslit.
 
Andrea keppir í 2000m hindrunarhlaupi klukkan 16:15 að íslenskum tíma. Þrjátíu og fjórar stúlkur eru skráðar til keppni 16 og 18 í hvorum riðli. Fimm fyrstu úr hvorum riðli auk 5 bestu tíma þar á eftir komast áfram í úrslitahlaupið sem fer fram þann 16. júlí. Margir keppinautar Andreu eiga betri tíma en hún en þar sem Andrea hefur aðeins einu sinni hlaupið 2000m hindrunarhlaup getur allt gerst í hlaupi morgundagsins.
 
Sýnt verður beint frá keppninni í Tbilisi á vefnum:  http://www.eurovisionsports.tv/eaa/
 
Gangi ykkur vel Andrea og Þórdís Eva!

FRÍ Author