Andrea Kolbeinsdóttir hóf keppni í morgun fyrst Íslendinga á HM U20 í Finnlandi. Hún keppti í 3000 metra hindrunarhlaupi og kom í mark á tímanum 10:21,26 mínútum. Hún bætti þar með eigið Íslandsmet sem hún setti í síðasta mánuði en þá hljóp hún á 10:31,69 mínútum. Andrea náði ekki að komast í úrslitin sem fram fara á föstudaginn en hún hafnaði í 22. sæti af 40 keppendum.
Á morgun keppir Tiana Ósk Whitworth í undanrásum í 100 metra hlaupi og Erna Sóley Gunnarsdóttir í kúluvarpi.