Andrea Kolbeinsdóttir og Arnar Pétursson Íslandsmeistarar í 10km götuhlaupi

Andrea Kolbeinsdóttir ÍR varð í gær Íslandsmeistari í 10km götuhlaupi sem fram fór í Grafarvogi undir styrkri stjórn Fjölnis. Andrea kom í mark á tímanum 37:29 mín.  Elín Edda Sigurðardóttir ÍR kom önnur í mark á tímanum 37:59 mín. og Helga Guðný Elíasdóttir Fjölni  þriðja á tímanum 39;22 mín.

Í karlaflokki varð Arnar Pétursson ÍR hlutskarpastur þegar hann kom í mark á tímanum 32:46 mín. en Ingvar Hjartarson Fjölni varð annar á 32:59 mín. og Þórólfur Ingi Þórsson þriðji á tímanum 33:28 mín.

 

Til hamingju Andrea og Arnar!