Aldursflokkamet og bætingar á á Coca Cola móti FH

Á sama móti hljóp Melkorka Rán Hafliðadóttir tvíburasystir Kormáks 300m á 41,65 sek sem er persónulegt met og 9. besti tími konu í þessari grein innanhúss.
 
Í kúluvarpi kvenna sigraði Guðný Sigurðardóttir FH með kast upp á 9,46 m en hún er aðeins 14 ára og er árangurinn sá fimmti besti með 4 kg kúlu í aldursflokknum.
 
Í 2. Jóla Coca Cola móti FH,  fimmtudaginn 11. desember náði Ari Bragi Kárason ÍR frábærum árangri í 60 m hlaupi innanhúss í Kaplakrika, þegar hann hljóp á tímanum 6,94 sek, sem er besti árangur Íslendings á þessu ári og 6. besti árangur íslendings með rafmagnstímatöku. Þá bætti Hilda Steinunn Egilsdóttir FH sinn besta árangur í stangarstökki þegar hún stökk í fyrsta skipti yfir 3,00 m.
 
Úrslit þessara móta má sjá hér

FRÍ Author