Aldursflokkamet og 148 persónulegar bætingar á Góumóti Gaflarans

Þar segir ennfremur að veitt voru verðlaun fyrir fyrstu þrjú sætin auk þess sem 50 heppnir þátttakendur fóru heim með páskaegg sem Sælgætisgerðin Góa gaf, en eggin voru veitt í útdráttarverðlaun.
 
Eitt aldursflokkamet var sett á mótinu í flokki 15 ára stúlkna þegar Þórdís Eva Steinsdóttir hljóp 60m grind í kvennaflokki á 9,26s. Þórdís Eva átti einnig góðar tilraunir nýtt aldursflokkamet í hástökki, 1,72m eftir að hafa stokkið 1,65m.
 
Frjálsíþróttadeild FH þakkar styrktaraðilum, keppendum og þeim mikla fjölda starfsmanna sem komu að mótinu á einn eða annan hátt fyrir skemmtilegt mót.
 
Myndin er af verðlaunahöfum í kúluvarpi 14-15 ára, t.v. Matthildur Dís, Guðný og Gréta Örk.
 
Úrslit frá mótinu má finna hér

FRÍ Author