Hafdís Sigurðardóttir Íslandsmethafi í langstökki, sem keppti á sterku móti á þriðjudaginn í Sviss, sýndi mikið öryggi í langstökki á Akureyrarmótinu um helgina. Hafdís stökk sex sinnum yfir 6 metar og þar af fimm á bilinu 6,25 til 6,45. Kalt var í veðri fyrir norðan og vindur á bilinu 0,9-2.6 m/sem á meða langstökkskeppnin fór fram. Fimm stökk Hafdísar voru löggild þar sem vindhraði var undir 2.0m/sek. Lengsta stökk Hafdísar við löglegar vindaðstæður mældist 6,33m. Ljós að Hafdís er á fullri ferð og gæti vel nýtt sér að komast til keppni erlendis þar sem hitastig og vindur er áreiðanlegri en hér heima. Hafdís stefnir að því að setja nýtt Íslandsmet í langstökki í sumar og ávinna sér samhliða rétt til þátttöku á HM í Kína í lok ágústmánaðar. Til að komast á HM þarf hún að stökkva 6,70m.
19júl