Akureyrarmót UFA 2012

 Akureyrarmót UFA verður haldið helgina 21. og 22. júlí n.k. á Þórsvellinum á Akureyri. Með þessu bréfi viljum við bjóða ykkar iðkendum að taka þátt í mótinu og viljum við hvetja sem flesta til að koma og taka lokaæfingu fyrir Unglingalandsmótið. Þá viljum við minna á að Akureyrarmótið er hluti af mótaröð FRÍ sem er röð opinna frjálsíþróttamóta þar sem reiknað er með að fremstu frjálsíþróttamenn landsins verði í eldlínunni. Keppt verður til verðlauna á öllum mótunum en mótaröðin er jafnframt stigakeppni þar sem sigurvegarar hennar fá að lokum flugmiða í verðlaun. Verðlaun sem keppt verður um eru peningaverðlaun, gjafabréf á veitingastaði, flugmiðar, Usain Bolt ilmur frá PUMA ofl. Heildarverðmæti verðlauna er 1.330.000 kr.

 

Keppnisgreinar: 

 

9 ára og yngri:           KIDS ATHLETIC – þrautabraut

 

10–11 ára                   60 metrar – kúluvarp – 600 metrar – hástökk – langstökk – 4×100 metra boðhlaup

 

12-13 ára                   80 metrar – 800 metrar –  4×100 metra boðhlaup – spjótkast

                                    200 metrar – 60 metra grindahlaup – langstökk – hástökk – kúluvarp.

 

14-15 ára                    100 metrar – 800 metrar – 4×100 metra boðhlaup – langstökk– spjótkast–kringlukast

                                    80 metra grindahlaup – 200 metrar – hástökk – þrístökk – kúluvarp – sleggjukast.

 

16 ára                       100 metrar– 400 metrar– 400 metra grindahlaup – langstökk – hástökk – kringlukast – kúluvarp

                                    200 metrar – 800 metrar- 100 og 110 metra grindahlaup – 4×100 metra boðhlaup – stangarstökk – þrístökk– sleggjukast – spjótkast

                                    Kirkjutröppuhlaup ein ferð í tímatöku. – Lokaatriði laugardags

 

Stigakeppni

Um stigakeppni verður að ræða þannig að tveir fyrstu keppendur hvers félags í hverri grein telja til stiga.  Fyrsta sæti gefur 10 stig og svo koll af kolli, alls 10 keppendur (en athugið einungis tveir frá hverju félagi).  Ein boðhlaupssveit frá félagi telur til stiga og verða stigin 10 fyrir fyrsta sæti, 8 fyrir annað sæti, 6 fyrir þriðja o.s.frv. alls fimm sveitir. Stigahæsta félag í hverjum aldursflokki og einnig stigahæsta félag mótsins fá bikar. Þá fá allir keppendur þátttökuverðlaun og einnig verða veitt útdráttarverðlaun á meðan á mótinu stendur.

 

Skráningar:

Félög skulu skrá keppendur í mótaforriti FRÍ; www.mot.fri.is

Skráningar í öllum hlaupagreinum skulu sendar á tölvutæku formi á netfangið gg@akmennt.is,

þar sem besti árangur einstaklinga er oft ekki réttur í þeim gögnum sem framkvæmdaraðili hefur aðgang að, skal koma fram besti árangur ársins og besti árangur einstaklingsins frá upphafi.

 

Skráningafrestur er til miðnættis fimmtudaginn 19. júlí. Hægt er þó að skrá eftir á, til kl. 11:00 föstudaginn 20. júlí, gegn þreföldu skráningargjaldi.

Skráningum eftir fimmtudaginn 19. júlí, verður að skila til gg@akmennt.is.

Til þess að fyrirbyggja villur í skráningu er óskað eftir því að þjálfarar sendi skráningarblöð sín á netfangið gg@akmennt.is og er ætlunin að bera saman upplýsingar á þessum blöðum við skráningar í mótaforriti FRÍ.

 

Skráningargjald:

9 ára og yngri greiða 1.000 kr.

10-15 ára greiða 750 kr. á grein þó aldrei meira en 3.500. Skráningargjald fyrir boðhlaupssveitir í þessum flokkum er kr. 1.500

16 ára og eldri greiða kr. 1.500 á grein þó aldrei meira en kr. 5.000. Skráningargjald fyrir boðhlaupssveitir í þessum flokki er kr. 3.000

 

Uppgjör:

Óskað er eftir að þátttökugjöldin verði lögð inn á reikning UFA 0566-26-7701  kt. 520692-2589 í síðasta lagi föstudaginn 20. júlí og framvísa staðfestingu á greiðslu á tæknifundi eða senda kvittun með tölvupósti á throlli@simnet.is

                                                                                                                             

Áhorfendasvæði og keppnissvæði:

Þjálfarar og aðstoðarfólk eiga að vera utan vallar og einungis keppendur á keppnissvæðinu sjálfu.

 

Nafnakall fer fram á keppnisstað 20 mínútum áður en keppni hefst í viðkomandi grein.

 

Keppni.

Drög að tímaseðli má finna von bráðar í mótaforriti FRÍ www.mot.fri.is undir Akureyrarmót 2012. Drögin að tímaseðlinum miða við svipaða þátttöku og undan farin tvö ár og gæti hann því tekið breytingum í samræmi við skráningu þátttakenda í ár.

Ef um breytingar verður að ræða á tímaseðli þá verður endanlegur tímaseðill sendur út þegar skráningu er lokið.

 

Tæknigreinar – Kastgreinar, langstökk og þrístökk: Keppendur í 10 – 15 ára fá fjórar tilraunir hver. Allir keppendur 16 ára og eldri fá þrjár tilraunir en átta fyrstu fá síðan aðrar þrjár tilraunir.

 

Gaddar og atrennumerkingar: Einungis eru leyfðir 6 mm gaddar á hlaupabrautum og

langstökksbrautum, en 9 mm gaddar í spjótkasti og hástökki. Til merkinga á atrennu er heimilt að nota plast-límband og ekkert annað.

 

Hlaup: Í 100 m hlaupi, 200 m hlaupi, 80 m gr.hl., 100 m gr.hl. og 110 m gr.hl. komast fyrstu einstaklingar úr riðlum áfram og bestu tímar til að fylla á 8 brautir í úrslit. Ef tveir eða fleiri eru með jafnan árangur í 8. sæti undanrásum, skal hlaupa umhlaup um sæti í úrslit. Í öðrum hlaupum ræður tími röð keppenda, því er áríðandi að skráningar séu nákvæmar.

Boðhlaup: Einstaklingar mega keppa í eldri flokkum, ef þeir keppa ekki í boðhlaupum í sínum aldursflokki.

 

Þjófstört: Þrátt fyrir almenn ákvæði um þjófstört er keppendum í aldursflokkum 15 ára og yngri heimilað eitt þjófstart, án þess að keppandanum sem olli því sé vísað á brott. Hverjum þeim keppanda sem veldur frekara þjófstarti, er vísað frá.

 

 

Hástökk / Stangarstökk:

Keppendur falla út ef hæð er felld þrisvar eða þegar þeir hafa fellt sex sinnum í allt í keppninni.

 

Afskráningar: Þeir keppendur sem ekki tilkynna þátttöku á tilsettum tíma við nafnakall verða skráðir úr keppninni.  Ef afskráningar verða miklar í hlaupum geta komið til breytinga á riðlum.

 

Áhöld: Keppendur í meistaraflokki sem óska að keppa með eigin áhöldum þurfa að leggja þau inn hjá mótsstjórn á laugardagsmorgun kl. 09:00 á Þórsvelli.

 

Mótsstjóri: Þuríður Árnadóttir.

 

Tæknifundur: er kl. 09:00 í Hamri á laugardegi.

 

Yfirdómari: Guðmundur Víðir Gunnlaugsson

 

Búningsaðstaða: Verður í kjallara stúkunnar á Þórsvelli

 

Gisting: Meistaraflokkar geta mögulega fengið gistingu á Bjargi ef þörf krefur. Upplýsingar veittar í síma 8695111.

 

Með ósk um gott samstarf.

 

F.h. UFA

Gunnar Gíslason formaður

FRÍ Author