Ágústa Tryggvadóttir íþróttakona Árborgar

Ágústa Tryggvadóttir, frjálsíþróttakona frá Selfossi, var valin íþróttakona ársins 2009 á uppskeruhátíð ÍTÁ, sem haldin var um áramótin. Ágústa varð Íslandsmeistari innanhúss í hástökki og fimmtarþraut. Utanhúss varð hún Íslandsmeistari í sjöþraut og Bikarmeistari í hástökki. Alls vann hún til 20 verðlauna á þeim 5 stærstu mótum sem haldin eru hér árlega og sýnir það vel hversu fjölhæf stúlkan er. Á Landsmóti UMFÍ vann hún til verðlauna í öllum þeim 5 greinum sem hún keppti í og hlaut að auki verðlaun fyrir það afrek að vera stigahæsta kona Landsmótsins. Nánari umsögn um Ágústu má finna á heimasíðu Umf.Selfoss

FRÍ Author