Úthlutað hefur verið úr afrekssjóði FRÍ fyrir árið 2020. Meginhlutverk afrekssjóðs FRÍ er að búa afreksfólki og afreksefnum í frjálsíþróttum fjárhagslega og faglega umgjörð til að hámarka árangur sinn.
Styrkveitingar skulu hafa það að meginmarkmiði að styðja við afreksfólk og afreksefni vegna undirbúnings og verkefna, jafnt á fjárhagslegan hátt sem og með aðgengi að ráðgjöf og þjónustu sem snýr að umhverfi afreksíþrótta sem skilgreind eru í afreksstefnu og aðgerðaráætlun FRÍ.
Framúrskarandi íþróttafólk
Framúrskarandi íþróttafólk eru þeir einstaklingar sem skipa sér með árangri sínum í fremstu röð íþróttafólks í heiminum. Þeir sem ná í úrslitakeppni á stórmótum (Ólympíuleikum, HM eða EM) og enda meðal 12 fremstu eða ná að vera meðal 24 fremstu á heimslista World Athletics eða 12 fremstu á Evrópulista European Athletics.
Guðni Valur Guðnason, ÍR
Kastaði 69,35 metrar í kringlukasti sem er Íslandsmet í karlaflokki. Fimmti besi árangur heims á árinu og sá næst besti í Evrópu. 1232 stig samkvæmt stigatöflu World Athletics. Náði einnig lágmarki á EM í París sem var frestað.
Hilmar Örn Jónsson, FH
Kastaði 77,10 metra í sleggjukasti sem er Íslandsmet í karlaflokki. Ellefti besti árangur heims á árinu og níundi í Evrópu. 1139 stig samkvæmt stigatöflu World Athletics. Náði einnig EM lágmark á EM í París sem var frestað.
Ásdís Hjálmsdóttir Annerud, Ármanni
Kastaði 62,66 metra í spjótkasti sem er þrettándi besti árangur í heiminum í ár og níundi í Evrópu. 1106 stig samkvæmt stigatöflu World Athletics. Náði einnig EM lágmark á EM í París sem var frestað.



Afreksefni FRÍ
Afreksefni FRÍ eru þeir einstaklingar sem náð hafa EAA/World Athletics lágmarki til keppni á stórmóti ungmenna. Þessi mót eru EM U23, EM U20, EM U18, HM U20 og HM U18. Í ár var ákveðið að úthluta þeim sem náðu lágmörkum á mót sem hefðu átt að fara fram árið 2020. Sex íþróttamenn hafa náðu þeim áfanga.
- Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir, ÍR – 200m hlaup, lágmark á HM U20
- Elísabet Rut Rúnarsdóttir, ÍR – Sleggjukast, 61,58m (4kg), lágmark á HM U20
- Valdimar Hjalti Erlendsson, FH – Kringlukast 58,84m (1,75kg), lágmark á HM U20
- Eva María Baldursdóttir, HSK – Hástökk, 1,81m, lágmark á EM U18
- Kristján Viggó Sigfinnsson, Ármanni – Hástökk, 2,15m, lágmark á EM U18
- Glódís Edda Þuríðardóttir, KFA – 400m hlaup, 56,30 sek og 400m grind, 61,99sek, lágmark á EM U18






Ólympíuhópur FRÍ
Ennþá hefur enginn tryggt sér þátttökurétt á Ólympíuleikunum en í hópnum eru þeir sem að stefna að þátttöku, vinna markvisst að því að tryggja sér keppnisrétt á leikana og talið er að eigi möguleika á þátttöku.
- Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir – ÍR – 200m hlaup
- Guðni Valur Guðnason – ÍR – Kringlukast
- Hilmar Örn Jónsson – FH – Sleggjukast
- Hlynur Andrésson – ÍR – Maraþon/3000m hindrun
- Sindri Hrafn Guðmundsson – FH – Spjótkast





Íslandsmet
Veittur er Bónus fyrir Íslandsmet. Eitt met á grein þar sem sett er Íslandsmet og til þess einstaklinga sem á metið í lok tímabilsins.
- Guðni Valur Guðnason, ÍR – Kringlukast, 69,35 metrar
- Hilmar Örn Jónssn, FH – Sleggjukast, 77,10 metrar
- Hlynur Andrésson, ÍR – 10.000 metrar, 28;55,47 mínútur
- Hlynur Andrésson, ÍR – Hálft maraþon, 1:02,47 klukkustundir
- Vigdís Jónsdóttir, FH – Sleggjukast, 63,44 metrar
- Kolbeinn Höður Gunnarsson, FH – 200 metrar innanhúss, 21,21 sekúndur
- Erna Sóley Gunnarsdóttir, ÍR – Kúluvarp innanhúss, 16,19 metrar





