Afrek dagsins af Akureyrarmótinu

Hafdís Sigurðardóttir UFA vann 100m, 400m og langstökk kvenna. Hún hljóp á tímanum 11,94 í undanúrslitum í 100m en á tímanum 12,12sek í úrslitunum. Hún hljóp á 54,83sek í 400m og hún stökk síðan 6,01cm í langstökkinu.
Kolbeinn Höður Gunnarsson UFA vann 3 greinar í dag. Fyrst hljóp hann 400m grind á tímanum 59,64sek, vann 100m á tímanum 11,02sek sem er persónuleg bæting hjá honum.
Ásgerður Jana Ágústsdóttir UFA átti flottan dag. Hún stórbætti sig í hástökki og fór yfir 1,70cm og vann kvennaflokkinn. Hún vann einnig kvennaflokkinn í kúluvarpi með kast uppá 11,06m.

FRÍ Author