Æfingabúðir hjá Úrvalshóp 15-22 ára

Þetta eru hittingur nr 3 af 4 þennan veturinn. Þau sem ná inní Úrvalshópinn samkvæmt settum lágmörkum er boðið að taka þátt í starfinu sem felst í því að hittast, fá fyrirlestra um t.d. næringu, afreksþjálfun, markmiðssetningar, lyfjamál og margt fleira. Margar "gamlar" kempur koma og miðla af sinni reynslu bæði af afreksþjálfun og stórmótum. Afreksfólk úr öðrum íþróttagreinum hafa einnig komið og sagt af reynslu sinni hvað það er sem þarf til að vera afreksmaður/kona. Hópurinn hefur sameinast í allskyns hreyfingu t.d. hot joga, zumba og fleira. Gaman að fá þau til að hreyfa sig saman í annarskonar hreyfingu heldur en þau eru vön t.d. með frjálsum. Þau fá þá líka að kynnast margskonar hreyfingu og hafa gaman af.
 
Í ár eru yfir 120 í hópnum á aldrinum 15-22 ára sem koma víðs vegar af landinu.

FRÍ Author