Æfðu eins og Birna

Birna Kristín Kristjánsdóttir æfir með Breiðablik og er þekktust fyrir afrek sín í langstökki en er einnig góður spretthlaupari. Hún á stúlknamet 16-17 ára í langstökki og keppti í greininni á EM U18 árið 2018. Hún hafði einnig náð lágmarki á EM U20 árið 2019 en keppti á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar á sama tíma. Árið 2017 varð hún Íslandsmeistari í 60 metra hlaupi innanhúss og varð þar með næst yngsta í sögunni til þess að verða Íslandsmeistari í fullorðinsflokki. Móðir Birnu, Geirlaug Geirlaugsdóttir, er sú eina sem hefur verið yngri. Birna var svo hluti af landsliði Íslands á Smáþjóðaleikunum og þegar Ísland tryggði sér sigur í þriðju deild Evrópubikarsins síðasta sumar.

Hún setti saman æfingu þar sem markmiðið er að auka sprengikraft.