Tekið verður við skráningu á http://thor.fri.is til miðnættis miðvikudag 9. desember.
Hvert félag greiðir skráningargjald, 2000 kr pr. keppanda, inn á reikning frjálsíþróttadeildar Ármanns: 301261150, kt. 4912830339. Kvittun sendist á gjaldkeri@frjalsar.is.
Fyrirspurnir sendist á adventumot@frjalsar.is
Ármenningar leggja áherslu á að mót barna og unglinga séu í auknum mæli þannig að:
– börn og unglingar séu meira virk en óvirk
– keppni sé hnitmiðuð og skemmtileg
– heildar keppnistími mótsins sé takmarkaður og nokkuð fyrirséður
– áhersla sé á fleira en bara sekúndur og sentímetra hjá ungum íþróttamönnum
– áhersla sé á fjölþrautir frekar en einstaka greinar
Í þessum anda munu ármanningar bjóða upp á Aðventumót 2015 fyrir börn og unglinga. Fjöruga, skemmtilega og hnitmiðaða keppni sem byggir á þessum stefjum. Sömu stefjum og voru mikið rædd og samþykkt í sameiginlegri yfirlýsingu allra þátttakenda á þingi EAA í Frankfurt, um unglingafrjálsar og eflingu félaga, fyrir tveimur vikum.
Fyrir afreksfólkið á hærra getustigi:
Undanfarin ár hafa mörg glæsileg afrek verið unnin á Aðventumóti Ármanns. Mótið í ár verður vonandi engin undantekning. Nú eins og í fyrra er áherslan í keppni fullorðinna á afrek einstaklinga. Verðlaun verða veitt öllum sem ná árangri sem nemur yfir 900 stigum samkvæmt stigatöflu IAAF og einnig þeim sem ná að bæta aldursflokka- eða Íslandsmet.
Forsvarsmaður mótsins:
Freyr Ólafsson, formaður Frjálsíþróttadeildar Ármanns
s: 663 8555