Aðalheiður María kastaði 48,06 í sleggjukasti

Aðalheiður María Vigfúsdóttir íslandsmethafi í sleggjukasti kastaði 48,06 metra á sínu fyrsta móti í sumar á Vormóti Kville í Gautaborg í gær. Íslandsmet hennar er 49,69 metrar frá sl. ári, svo þessi byrjun lofar góðu fyrir framhaldið í sumar. Aðalheiður keppir á sunnudaginn á Lyngby Games í Danmörku.
 
Þá keppti Sandra Pétursdóttir ÍR einnig á móti í Löten í Noregi og kastaði sleggjunni 45,64 metra og bætti sinni fyrri árangur um rúmlega tvo metra. Sandra er 19 ára á þessu ári og er íslandsmetið í flokki unglinga 19-20 ára 46,10 metrar, svo Sandra var mjög nálægt því að slá það í dag.

FRÍ Author