Aðalfundur frjálsíþróttaráðs HSK

Á fundinn mættu góðir gestir, Jónas Egilsson framkvæmdastjóri FRÍ og Guðríður Aadnegard formaður HSK. Tómas Karl Guðsteinsson úr Vöku kom inn í stjórn ráðsins til eins árs og Björgvin Skafti Bjarnason, Skeiðamönnum til tveggja ára. Þeir koma í stað þeirra Guðmanns Óskars Magnússonar úr Dímon og Haraldar Einarssonar úr Vöku. Formaður ráðsins er Benóný Jónsson.
 
Á fundinum kom fram mikill einhugur um flest verkefni frjálsíþróttaráðs og menn sammála um að stefna fram. Þótt ekki væru greidd um það atkvæði á fundinum voru fundarmenn sammála því að áfram skyldu haldin héraðsmót innanhúss í frjálsíþróttahöllinni, en það var reynt í fyrsta sinn á þessu ári við góðar undirtektir. Fundarmenn tóku margir til máls, töluðu mislengi og dugði sólarhringur og vetur ekki til að ljúka fundi, sem lauk skömmu eftir miðnætti á sjálfan sumardaginn fyrsta. 
 
Ljósmynd/Engilbert
Stjórn frjálsíþróttaráðs HSK 2010 og verkefnisstjóri.  F.v.  Tómas Karl Guðsteinsson, Ingvar Garðarsson, Björgvin Skafti Bjarnason, Benóný Jónsson, Steinunn Þorsteinsdóttir og Ólafur Guðmundsson verkefnisstjóri ráðsins.

FRÍ Author