Umsóknir óskast um framkvæmd MÍ í 10 km götuhlaupi

Framkvæmd hlaupsins skal vera skv. 240 gr. leikreglna um frjálsíþróttir (Keppnisreglur IAAF) svo og reglugerð FRÍ um framkvæmd götuhlaupa. Sjá nánar undir Lög og reglur á heimasíðu fri.is. Í umsókn skal framkvæmdaraðili greina frá því hvernig hann hyggst standa að framkvæmd hlaupsins s.s. mælingu á vegalengd, merkingum, brautarvörslu, skipulag marksvæðis, tímatöku, úrslitavinnslu, verðlaunaafhendingu og annarri þjónustu við þátttakendur. Með umsókninni skal fylgja kort af hlaupaleiðinni. Umsóknir skulu berast til skrifstofu FRÍ, Íþróttamiðsstöðinni í Laugardal, í síðasta lagi 15.mars. Nánari upplýsingar veitir Sigurður P. Sigmundsson, formaður Almenningshlaupanefndar FRÍ, í síma 864-6766 eða siggip@hlaup.is.

 

FRÍ Author