Íslandsmet í 200m hjá Kolbeini Heði Gunnarssyni á fyrra degi á Stórmóti ÍR í dag

Kolbeinn Höður Gunnarsson (UFA) setti Íslandsmet í 200m hlaupi karla innanhúss á Stórmóti ÍR í dag þegar hann kom í mark á tímanum 21,64sek. Í öðru sæti varð Ívar Kristinn Jasonarson (ÍR) á persónulegu meti 21,69sek og þriðji var Ari Bragi Kárason (FH) á 22,11 sek.  Í 60m hlaupi síðar um daginn sigraði Ari Bragi á tímnum 7,00 sek og Kolbeinn Höður varð annar á tímanum 7,01sek – 1/100 úr sekúndu á eftir Ara. Ljóst því að spretthlauparar okkar eru á fullri ferð um þessar mundir og til alls líklegir á þessu keppnistímabili. Fyrra metið í 200m sem Kolbeinn sló í dag átti Óli Tómas Freysson 21,65sek frá árinu 2008. 

FRÍ Author