Glæsileg frjálsíþróttahelgi ungmenna-og útbreiðslustarfs – á fullri ferð til framfara

SAMVEST: Á föstudagskvöldið var viljayfirlýsing undirrituð í Kaplakrika af níu forsvarsmönnum um eflingu frjálsíþrótta á Vesturlandi og nærsvæðum sem gildir til árslok 2018 – SAMVEST samstarfið, sem undirritað var fyrst í nóvember 2012, var endurnýjað og eflt. Viljayfirlýsinguna undirrituðu Arnar Eysteinsson (UDN), Ásdís Hallgrímsdóttir (UMFK), Björg Ágústsdóttir (HSH), Einar Vilhjálmsson (FRÍ), Helga Jóhannsdóttir (UMFÍ) Hólmfríður Ásmundsdóttir (UMSB), Páll Vilhjálmsson (HHF), Stefán Skafti Steinólfsson (USK) og Vignir Örn Pálsson (HSS).
 
Mót fyrir yngri iðkendur: Laugardagurinn bauð  upp á tvo frjálsíþróttaviðburðum á höfuðborgarsvæðinu fyrir yngri iðkendur og þátttakan sem aldrei fyrr – Gaflarinn hjá FH og Haustmót Ármanns. Frjálsíþróttadeild FH hélt Gaflarann í Frjálsíþróttahöllinni í Kaplakrika í laugardaginn fyrir 10-14 ára og þátttakendur tvöfalt fleiri einn í fyrra ( sjá nánar sér frétt). Samhliða bauð Árann upp á þrautabraut í Laugardalshöll fyrir 6-9 ára. 
Vetrarstarfið fer því af stað með glæsibrag og sterk teikn um nýjan tíma í frjálsum.

FRÍ Author