Frjálsíþróttakona og frjálsíþróttakarl ársins 2015

Til þessa hafa frjálsíþróttamenn ársins hlotið nafnbótina vegna árangurs í frjálsíþróttagrein sem keppt er í á Ólympíuleikum og þá fyrst og fremst vegna þess að árangur frjálsíþróttamanna í öðrum frjálsíþróttagreinum hefur ekki staðist hlutlægan árangurslegan samanburð við árangur íþróttamanna í hefðbundnum Ólympíugreinum. Á árinu 2015 kom upp ný staða hvað þann samanburð varðar. Þorbergur Ingi Jónsson náði þeim einstaka árangri í íslenskri íþróttasögu á árinu 2015 að hafna í 9. sæti á heimsmeistaramóti í ofurfjallahlaupi sem haldið var í Annesy í Frakklandi í lok maí 2015. Ofurhlaup hefur verið hluti af viðurkenndum frjálsíþróttagreinum IAAF allt frá árinu 1988. Orðið ofurhlaup (e. „ultra running“) nær til allra hlaupa þar sem keppnisvegalengdin er lengri en í maraþoni ( 42,195 km) og þá ýmist um að ræða hlaup í fjalllendi, öðrum utanvegabrautum eða á götum.  
 
Alls 11 álitsgjafar komu að vali frjálsíþróttakonu og frjálsíþróttakarls ársins 2015. Allir stjórnarmenn FRÍ ( 5 í aðalstjórn og 5 í varastjórn) og Unnur Sigurðardóttir  fulltrúi Íþrótta-og afreksnefndar FRÍ,  Einfaldur meirihluti atkvæða réð úrslitum í kjörinu og niðurstaðan skýr að þessu sinni.
 

FRÍ Author