Bikarkeppni FRÍ U16. ÍR bikarmeistari 2015 í hörku keppni við HSK/Selfoss og UFA/UMSE

Bikarkeppni FRÍ 15 ára og yngri fór fram sunnudaginn 23. ágúst á Laugavölli í Reykjadal. Þátttakendur voru alls 110 frá 8 félögum og keppnin mjög hörð allt fram að síðustu grein og aðeins o,5 stig sem skildi að efstu þrjú lið keppninnar. A lið ÍR og HSK Selfoss hlutu janfmörg stig í keppninni 122,5 en þar sem lið ÍR var með fleiri sigra í keppninni er lið ÍR Bikarmeistari 15 ára og yngri. Lið UFA/UMSE varð í þriðja sæti með 122 stig. Í kvennakeppninni sigraði lið ÍR með 61.5 stig, liða HSK/Selfoss í öðru sæti með 54 stig og lið UFA/UMSE í þriðja sæti með 54 stig. Í karlakeppninni sigraði lið UFA/UMSE með 68 stig, lið HSK/Selfoss varð í öðru sæti með 61 stig og lið HSÞ í þriðja sæti með 54 stig. Stangastökk kvenna var aukagrein á mótinu þar sem Hulda Þorsteinsdóttir stökk yfir 4,25m og átti góða tilraun við 4,40m.

Úrslit í stigakeppninni – sjá hér

Alls 12 keppendur bætti árangur sinn á mótinu – sjá hér
Úrslit í greinum á mótinu – sjá hér

FRÍ Author