95. Víðavangshlaup ÍR á Sumardaginn fyrsta

Helstu upplýsingar um hlaupið eru sem hér segir:
 
Vegalengd: 5 km
Tímataka: Hefðbundin (skeiðklukkur, markklukka)
Hlaupaleið: Hlaupið er í kringum Tjörnina í miðborg Reykjavíkur. Rásmark er við Ráðhús Reykjavíkur, hlaupið upp Tjarnargötuna, til vinstri inn á Skothúsveg, kringum syðri hlutaTjarnarinnar, beygt til vinstri og meðfram Hringbraut, þaðan inn á Fríkirkjuveg, beygt til vinstri inn á Vonarstræti og það hlaupið til enda. Beygt til vinstri og upp Suðurgötuna, inn á Skúthúsveg, aftur kringum syðri hluta Tjarnarinnar, beygt til vinstri og meðfram Hringbraut, þaðan inn á Fríkirkjuveg og hann hlaupinn að Skothúsvegi, beygt inn á Skothúsveg, beygt af honum til hægri inn á Tjarnargötu og niður Tjarnargötuna en markið er við Ráðhúsið Reykjavíkur.

Merkingar: Kílómetrar og beygjur eru vel merkt með keilum. Annars eru þátttakendur hvattir til að kynna sér vel leiðarkort við skráningu í Ráðhúsi Reykjavíkur.

Drykkjarstöðvar: Boðið er upp á Powerade drykki að hlaupi loknu.

Þátttökugjald: 1.500 kr. fyrir 15 ára og eldri, 700 kr. fyrir 14 ára og yngri.

Skráning: Á www.hlaup.is og í Ráðhúsi Reykjavíkur frá kl. 10:30 til kl. 11:50 á hlaupadag.

Aldursflokkar: Keppt er í karla- og kvennaflokki í aldursflokkum, 12 ára og yngri, 13-15 ára, 16-18 ára, 19-39 ára, 40-49 ára, 50-59 ára, 60-69 ára og 70 ára og eldri. Einnig er keppt í þriggja manna sveitakeppni.

Verðlaun: Veitt eru verðlaun fyrir fyrstu þrjá í mark í karla- og kvennaflokki og fyrsta karl og fyrstu konu í mark í öðrum flokkum. Einnig verðar dregnir út útdráttarvinningar og allir þátttakendur yngri en 15 ára frá þátttökuverðlaunapening. Að auki fá allir þátttakendur glaðning í markinu og boðið er uppá kaffi og meðlæti í lok hlaups.

Verðlaunaafhending: Í Ráðhúsi Reykjavíkur strax að hlaupinu loknu.

Salerni: Í Ráðhúsi Reykjavíkur.

FRÍ Author