90. Meistaramót Íslands á Akureyri, úrslit fyrri dags

Í karlaflokki vann Kolbeinn Höður Gunnarsson FH besta afrekið þegar hann hljóp á 10.61 sek í 100m hlaupi sem gaf 1005 stig. Arna Stefanía var einnig í aðal hlutverki í 100m grindahlaupi kvenna þar sem hún hljóp á 13.86 sek sem er hennar besti árangur hingað til og gaf 1036 stig. Hrafnhild Eir Hermóðsdóttir ÍR sigraði örugglega í 100m hlaupi kvenna á 11.83 sek sem gefur 1026 stig. Sveit FH í 4 x 100m boðhlaupi karla setti mótsmet 42.40 sek og var 40/100 sek á undan sveit ÍR. Kvennasveit FH setti einnig mótsmet í 4 x 100m boðhlaupi 47.35 sek og voru þær aðeins 19/100 sek á undan sveit ÍR.
Að afloknum fyrri degi leiðir FH heildarstigakeppnina með 17.520 stig en ÍR fylgir fast á eftir með 15.183 stig. Lið Breiðabliks er í 3. sæti með 8503 stig. Kvennalið ÍR leiðir stigakeppni kvenna og karlalið FH stigakeppni karla. Keppnin heldur áfram í dag og munu Ólympíufaranir Guðni Valur Guðnason ÍR og Ásdís Hjálmsdóttir Ármanni keppa í kringlukasti en Ásdís var öruggur sigurvegari í spjótkasti á fyrri degi. Einnig keppir Hilmar Örn Jónsson FH í sleggjukasti en hann er til alls líklegur og verið að kasta mjög vel að undanförnu. Hrafnhild Eir Hermóðsdóttir, Arna Stefanía Guðmundsdóttir og Þórdís Eva Steinsdóttir FH munu verða í harðri baráttu í 200m.

FRÍ Author