8 cm í lágmarkið

lanið hjá mér núna er að keppa á Evrópubikar um næstu helgi og svo fer ég á Kaupmannahafnarleikana 26. júní. Það er ekki alveg ráðið ennþá hvað ég geri svo eftir það en það fer eftir því hvað ég verð búin að kasta langt. Á mótinu á miðvikudaginn fann ég að ég á mikið inni svo að það er bara spurning hvenær en ekki hvort þessir 8 cm bætast við og hver veit nema það verði aðeins meira. Best að enda þetta með mynd sem við tókum í Berlín daginn eftir mótið þegar við vorum að bíða eftir fluginu okkar.
 
 
 
Vonandi verð ég með góðar fréttir næst.
 
Ásdís

FRÍ Author