88. Meistaramóti Íslands lokið

 Hafdís sigraði einnig í þrístökki og nældi í silfurverðlaun í 4×400 m boðhlaupi með liði sínu UFA.  Um helgina vann hún þar af leiðandi til 6 gullverðlauna og 1. silfurverðlauna.  Sigurvegarar í 4×400 m boðhlaupi urðu hinsvegar ÍR-ingar.  Bæði í karla og kvennaflokki.
 
Kristín Birna Ólafsdóttir-Johnson úr ÍR vann til sinna annarra gullverðlauna um helgina er hún sigraði í 400 m grindahlaupi á tímanum 61,03 s.  Í 400 m grindahlaupi karla sigraði ÍR-ingurinn Ívar Kristinn Jasonarson er hann kom i mark á tímanum 54,26 s. 
 
Kristinn Þór Kristinsson úr HSK sigraði í 800 m hlaupi karla á tímanum 1:53,91 mín og kvennaflokkinn sigraði Hornfirðingurinn María Birkisdóttir úr USÚ með tímann 2:20,25 mín.
 
Thea Imani Sturludóttir úr FH sigraði í kringlukasti kvenna með 35,68 m löngu kasti.  Karlaflokkinn sigraði Guðni Valur Guðnason úr ÍR með 47,05 m löngu kasti.
 
Í stangarstökki karla sigraði ÍR-ingurinn Krister Blær Jónsson er hann stökk yfir 4,62 m.  Þrístökk karla sigraði Stefán Þór Jósefsson úr UFA er hann stökk 12,52 m.  Í 5000 m hlaupi karla sigraði Hlynur Andrésson úr ÍR á tímanum 15:01,69 mín.
 
Hástökk kvenna sigraði Selma Líf Þórólfsdóttir úr UFA er hún vippaði sér yfir 1,63 m.  Kúluvarp kvenna sigraði Sveinbjörg Zophoníasdóttir úr FH en hún varpaði kúlunni 13,64 m.  Andrea Kolbeinsdóttir úr ÍR sigraði í 3000 m hlaupi kvenna er hún kom í mark á tímanum 10:52,02 mín.
 
Viðurkenningu fyrir bestan árangur í karlaflokki á 88. Meistaramóti FRÍ fékk Sindri Hrafn Guðmundsson úr Breiðabliki fyrir árangur sinn í spjótkasti.  Kastaði hann spjótinu 77,28 m á fyrri degi meistaramótsins og hlaut hann 1055 stig samkvæmt stigatöflu IAAF fyrir árangurinn.  Viðurkenningu fyrir bestan árangur í kvennaflokki hlaut Hafdís Sigurðardóttir úr UFA fyrir árangur sinn í 400 m hlaupi einnig á fyrri degi mótsins.  Hún kom í mark í nýju meistaramótsmeti 54,16 s og hlaut hún 1044 stig fyrir afrek sitt.
 
Sigurvegarar í liðakeppninni urðu ÍR-ingar en þeir sigruðu bæði í karla og kvennakeppninni.  Samtals hlaut ÍR-liðið 57488 stig og í 2. sæti varð lið FH-inga með 27127 stig.  Í þriðja sæti hafnaði síðan lið UFA með 19530 stig.  
 
Myndina af Hafdísi Sigurðardóttur sem fylgir fréttinni tók Gunnlaugur Júlíusson.
 

FRÍ Author