86. Meistaramót Íslands um helgina

 Góð skráning er í flestar greinar og því mun keppni verða mikil og spennandi í flestum greinum mótsins. Flestir keppendur er skráðir til leiks í 100 m hlaupi karla, eða 26 talsins, 25 í 200 m hlaupi karla og 21 í langstökki. Fjölmennasta greinin í kvennaflokki er 200m hlaup með 23 konum skráðum til leiks.  Í 100m hlaupinu verða þær 21 talsins.

 Alls er keppt í 37 greinum karla og kvenna. Auk þess sem sigurvegari í hverri grein hlýtur Íslandsmeistaratitil, hljóta stigahæstu liðin í karla- og kvennaflokki og sameiginlega sérstakar viðurkenningar. Einnig verða veittar sérstakar viðurkenningar til þeirra konu og karls sem vinna bestu afrekin á mótinu, skv. alþjóðlegri stigatölfu.

 Flest okkar besta fólk mætir til leiks, þar á meðal ólympíufararnir þau Ásdís Hjálmsdóttir úr Ármanni (spjótkast) og Óðinn Björn Þorsteinsson úr FH (kúluvarp).  Einnig mætir til leiks ÍR- ingurinn og tugþrautarkappinn Einar Daði Lárusson en hann keppir í samtals sjö greinum um helgina líkt og sjöþrautarkonan Sveinbjörg Zophoníasdóttir úr FH mun gera.  Bergur Ingi Pétursson, FH, mun keppa á sínu fyrsta móti í sumar í sleggjukasti en hann hefur átt við meiðsli að stríða og gat því ekki gert atlögu að lágmarkinu á ólympíuleikana í London.  Í langstökki karla má búast við hörkukeppni milli þeirra Kristins Torfasonar úr FH og Þorsteins Ingvarssonar úr HSÞ.

Búast má við mikilli keppni í 100 m hlaupi karla, en þar munu meðal annarra mæta til leiks Óli Tómas Freysson og Einar Daði Lárusson.

 Undanfarin ár hafa þær Hrafnhild Eir Hermóðsdóttir úr ÍR og Hafdís Sigurðardóttir frá UFA att miklu kappi saman á hlaupabrautinn í 100 og 200 m hlaupum og má búast við mikill keppni milli þeirra nú sem áður.

Nánari upplýsingar er að finna á mótaforriti FRÍ og úrslit verða birt beint á netinu

FRÍ Author