75 ár frá Evrópumeistaratitli Gunnars Huseby

Í dag eru 75 ár frá því að Ísland eignaðist sinn fyrsta Evrópumeistara. Gunnar Huseby varð Evrópumeistari í kúluvarpi á Bislett leikvanginum í Osló árið 1946. Sigurkastið mældist 15,56 metrar sem var 30 sentimetrum lengra en annað sætið. Gunnar var búinn að kasta lengst 15,69 metra í undankeppninni en Gunnar keppti einnig í kringlukasti á mótinu og hafnaði þar í 14. sæti með kast upp á 41,74 metra. 

Gunnar varði svo titilinn fjórum árum síðar á EM í Brüssel. Gunnar bætti meistaramótsmetið í undankeppninni með kast upp á 16,29 metra. Í úrslitunum kastaði hann lengst 16,74 metra og bætti eigið meistarmótsmet.  Hann keppti einnig í kringlukasti og hafnaði í ellefta sæti með kast upp á 50,13 metra. Þá varð Torfi Bryngeirsson einnig Evrópumeistari í langstökki með stökk upp á 7,32 metra og Örn Clausen tók silfrið í tugþraut og hlaut 7297 stig.