74,48m Peking hér kem ÉG!…

Þegar ég vaknaði sunnudaginn 25.mai datt mér enganvegin í hug að lágmarkið myndi koma þann dag.
Ég var bara pollrólegur yfir þessu móti og ætlaði bara að stilla mig inn fyrir Þýskalands mótið.
En þá gerðist það ég kom bara með þessa svakalegu oppnun 72,70m og hef aldrei kastað svona langt
í fyrsta kasti og þá hugsaði ég með mér "Þetta er þarna handan við hornið" Og viti menn það var þar
Og KALLINN bara kominn með lágmarkið á Ólympíuleikana!…

FRÍ Author