62. Þing Frjálsíþróttasambands Íslands verður haldið föstudaginn, 2. október í Kaplakrika, Hafnafirði. Skráning kjörfulltrúa hefst klukkan 16:20 og þingið sjálft 17:00. Áætluð þingslit eru 21:00. Dagskrá í heild sinni má sjá hér.
Streymt verður beint frá þinginu á Facebook síðu Frjálsíþróttasambandsins. Einungis er um streymi að ræða en ekki gagnvirka þátttöku.
Þingið er skipulagt með þeim hætti að það standist kröfum um sóttvarnarreglur og spritt verður á staðnum. Samt sem áður er ítrekað að fólk þarf að hafa í huga að gæta að eigin sóttvörnum.