60. þing Frjálsíþróttasambands Íslands fagnar bættum fjárhag

Þingfulltrúar fögnuðu því að fráfarandi stjórn skilaði góðu búi til nýrrar stjórnar. Fráfarandi formaður Einar Vilhjálmsson hvatti sambandsaðila til að taka höndum saman um að styrkja fjárhag sambandsins enn frekar með því að auka tekjur sambandsins og haga útgjöldum og rekstri þannig að hagnaður megi áfram verða af reglulegri starfsemi sambandsins. Kosningar til stjórnar fara fram síðar í dag .
 
Fráfarandi stjórn tók til starfa 6. september 2014 og skilar af sér 1. maí 2016. Rekstrarárið 2014 var að mestu á stjórnartíma fyrrverandi stjórnar FRÍ sem starfaði frá mars 2012 til 6.september 2014. 
Ársreikningar FRÍ 2014-2015 – sjá hér.
 

FRÍ Author