54. Bikarkeppni FRÍ um helgina

Bikarkeppni FRÍ og Bikarkeppni 15 ára og yngri fer fram í Kaplakrika um helgina. Það eru sex karla lið og fimm kvenna lið skráð til leiks í fullorðins flokki. Það var lið FH sem sigraði árið 2019 en ekki var keppt í fyrra vegna heimsfaraldurs. Keppni í fullorðins flokki hefst klukkan 13:00 á laugardag á 110 metra grindahlaupi karla.

KarlarKvenna
100m100m
400m400m
1500m1500m
110m grind100m grind
400m grind400m grind
StangarstökkHástökk
LangstökkÞrístökk
SleggjukastSpjótkast
KúluvarpKringlukast
1000m boðhlaup1000m boðhlaup
Keppnisgreinar

Í Bikarkeppni 15 ára og yngri eru fjögur lið skráð til leiks í bæði pilta og stúlkna flokki. Það var lið HSK/Selfoss sem sigraði í fyrra. Keppni hefst klukkan 10:00 á laugardag á 100 metra grindahlaupi pilta. 

Tímaseðil og úrslit má finna hér:

Bikarkeppni FRÍ

Bikarkeppni 15 ára og yngri