Glæsilegu Stórmóti ÍR lokið

 Þrátt fyrir fjöldann stóðst tímaseðill mótsins mjög vel og fóru keppendur vonandi flestir glaðir til síns heima. Á stórmóti keppa allir aldursflokkar barna og upp í fullorðinsflokka. Það voru því ræstar 120 greinar um helgina og 150 krakkar tóku fjölþraut barna sem innihélt 7 greinar. Til gamans má geta þess að á þessu móti var ræstur riðill á hlaupabraut á 7 mínútna fresti allan tímann sem mótið stóð.

Það þarf fjölmennan hóp sjálfboðaliða til framkvæma slíkan viðburð og það voru um 120 einstaklingar sem stóðu vaktina um helgina og sáu um að allt rúllaði eins og vel og raunin varð. Sumir hafa unnið að undirbúningi í nokkrar vikur, mættu í uppsetningu á föstudaginn og unnu alla helgina. Enda fátt eins skemmtilegt og að skapa ungu fólki aðstæður til að reyna sig í íþrótt sinni. Sjálfboðaliðasveitin okkar samanstendur af foreldra iðkenda hjá ÍR, íþróttamönnum sem ekki keppa á mótinu og velunnurum íþróttarinnar sem aldrei láta sitt eftir liggja þegar frjálsíþróttamót eru annars vegar. Frjálsíþróttadeild ÍR þakkar þeim öllum innilega fyrir þeirra framlag.

Nokkrar myndir af mótinu eru á myndasafninu hér á síðu ÍR og öll úrslit mótsins eru á úrslitasíðuStórmótsins.

Fréttin er frá heimasíðu ÍR

 

FRÍ Author