37. Gamlárshlaup ÍR

Auk þess hefur sú hefð skapast að hlauparar mæti í ýmiskonar óhefðbundnum „hlaupa“ fatnaði og ótrúlegustu búningum og setur það skemmtilegan svip á hlaupið. Hlauparar geta kvatt gott hlaupaár, gífurlegur fjöldi hlaupara hljóp um götur, stíga, vegi og slóða Íslands, sjaldan hefur eins mikill fjöldi keppnihlaupa verið haldinn svo og fræðsluerindi um hlaup og hlaupatengd málefni, fyrsti íslenski karlinn lauk keppni í heilu maraþoni á Ólympíuleikum og síðast en ekki síst, fjölmargir nýjir hlauparar á öllum aldri bættust í hlaupafjölskylduna og njóta nú alls þess sem hlaup geta boðið uppá.

Í  annað sinn hefst Gamlárshlaupið og líkur við Hörpuna en leiðin er slétt og einföld og því ekki úr vegi að stefna á bætingarhlaup á síðsta degi ársins. Veðurspáin er betri en dagana á undan og allt verður gert til að aðstæður verði eins góðar og hægt er miðað við árstíma. Öryggi hlaupara og starfsmanna verður í forgangi og lokað verður fyrir umferð um nyrðri hluta Sæbrautar á meðan á hlaupinu stendur og bílstjórar verða hvattir til að sýna hlaupurum og starfsmönnum ýtrustu tillitsemi.

Í fyrra luku 760 hlauparar keppni og kom þar fyrstur í mark Kári Steinn Karlsson en Arndís Ýr Hafþórsdóttir var fljótust kvenna. Nú þegar hafa yfir 100 hlauparar forskráð sig en búist er við að um yfir 800 hlauparar taka fram hlaupaskóna og ljúki hlaupaárinu með þessu skemmtilega hlaupi.

Forskráning er á www.hlaup.is en henni lýkur á miðnætti þann 30. Desember. Þeir sem forskrá sig fyrir kl. 16:00 sunnudaginn 30. desember sótt gögnin sín í Hörpuna milli kl. 18 og 19:30. Annars verða gögn afhent í Hörpunni mánudaginn 31. desember milli kl. 10 og 11:45. Allar nánari upplýsingar má finna á www.ir.is / frjalsar en hlaupstjóri hlaupsins í ár, Gauti Höskulsson veitir einnig upplýsingar í síma 696-9515

 

Fréttin er fréttatilkynning frá ÍR

FRÍ Author