Langflestir keppendur koma frá ÍR eða 55, UMSE hefur skráð 26 keppendur og HSK 25 keppendur, FH er með 24 keppendur og Ármann með 22 keppendur á mótinu. Á síðasta ári tóku 251 keppandi þátt í mótinu, svo tölvuverð aukning er á fjölda þátttakenda milli ára.
Mótið hefst kl. 10:00 á laugardaginn og er áætlað að keppni standi til kl. 13:40. Á sunnudaginn hefst keppni svo aftur kl. 10:00 og er áætlað að keppni ljúki um kl. 15:00. Þá verða afhent verðlaun til Íslandsmeistara félagsliða í öllum aldursflokkum og í heildarstigakeppni mótsins.
Nánari upplýsingar um mótið eru að finna í mótaforritinu hér á síðunni s.s. leikskrá, tímaseðil og keppendalista.
Úrslit verða færð inn í mótaforritið um leið og keppni líkur í einstökum keppnisgreinum og þar verður líka hægt að fylgjast með stigakeppni milli félaga í öllum aldursflokkum og í heildarstigakeppninni.