23. stórmót Gogga galvaska að baki

 

Eitt aldursflokka Íslandsmet var sett í kúluvarpi 13 ára stúlkna.   Það setti Halla María Magnúsdóttir Selfossi með kasti upp á heila 13,21m.  Eldra metið var aðeins vikugamalt 12,99 m og var í eigu hennar einnig. Þá voru sett 26 Gogga met, en það skýrist að hluta til af breyttri aldursflokka skiptingu.

Til mótsins komu þátttakendur frá 13 félögum af öllu landinu.  Eins og áður segir var árangur þátttakenda  einstaklega góður og voru þeir sér og sínum íþróttafélögum til mikils sóma á allan hátt. 

 

Margir góðir  gestir komu í heimsókn, meðal annarra afreksfólk í frjálsíþróttum sem tók m.a. að sér að dæma í nokkrum greinum.  Einnig kepptu sem gestir í mótslok, tveir af okkar bestu karlkyns spjótkösturum, þeir Örn Davíðsson FH og Guðmundur Sverrisson ÍR.  Þeir stórbættu árangur sinn og setti Örn  Íslandsmet í sínum aldursflokki 20-22 ára með kasti upp á 75,96 m. við mikinn fögnuð fjölmargra áhorfenda.  Þetta er líka vallarmet á Varmárvelli og bæting hjá Erni um heila 5 metra. Guðmundur bætti sinn árangur líka vel og kastaði spjótinu 71,57 m. .  Báru spjótkastararnir mikið lof á allar aðstæður og þá miklu hvatningu sem þeir fengu frá áhorfendum.  Myndir frá mótinu má sjá á Facebooksíðu Gogga sjálfs og yfirlit úrslita má sjá á vef FRÍ http://mot.fri.is/cgi-bin/ibmot/timesedillib1854.htm  .

 

Fyrir hönd stjórnar Frjálsíþróttadeildar Aftureldingar,

Ólafur Ingi Óskarsson, formaður.

FRÍ Author