Til mótsins komu þátttakendur frá 13 félögum af öllu landinu. Eins og áður segir var árangur þátttakenda einstaklega góður og voru þeir sér og sínum íþróttafélögum til mikils sóma á allan hátt.
Margir góðir gestir komu í heimsókn, meðal annarra afreksfólk í frjálsíþróttum sem tók m.a. að sér að dæma í nokkrum greinum. Einnig kepptu sem gestir í mótslok, tveir af okkar bestu karlkyns spjótkösturum, þeir Örn Davíðsson FH og Guðmundur Sverrisson ÍR. Þeir stórbættu árangur sinn og setti Örn Íslandsmet í sínum aldursflokki 20-22 ára með kasti upp á 75,96 m. við mikinn fögnuð fjölmargra áhorfenda. Þetta er líka vallarmet á Varmárvelli og bæting hjá Erni um heila 5 metra. Guðmundur bætti sinn árangur líka vel og kastaði spjótinu 71,57 m. . Báru spjótkastararnir mikið lof á allar aðstæður og þá miklu hvatningu sem þeir fengu frá áhorfendum. Myndir frá mótinu má sjá á Facebooksíðu Gogga sjálfs og yfirlit úrslita má sjá á vef FRÍ http://mot.fri.is/cgi-bin/ibmot/timesedillib1854.htm .
Fyrir hönd stjórnar Frjálsíþróttadeildar Aftureldingar,
Ólafur Ingi Óskarsson, formaður.