21. og 22. janúar MÍ í fjölþrautum og MÍ öldunga

Dagana 21. og 22. janúar verður haldið MÍ í fjölþrautum og MÍ öldunga í Kaplakrika Hafnarfirði. Í fjölþrautum verður keppt í sjöþraut í flokkum karla, pilta 18-19 ára og pilta 16-17 ára. Keppt verður í fimmtarþraut í flokkum kvenna, stúlkna 16-17 ára, stúlkna 15 ára og yngri og pilta 15 ára og yngri.
Á öldungamótinu verður keppt í 60 m, 200 m, 800 m, kúluvarpi, langstökki, hástökki, 60 m grind, 400 m, 3000 m, þrístökki, stangarstökki.
Opið er fyrir skráningar á bæði mótin í mótaforritinu Þór Skráningu lýkur á miðnætti 18.janúar.

FRÍ Author