200 keppendur á MÍ 11-14 ára á Laugum um helgina 5

200 keppendur eru skráðir til keppni á Meistaramóti 11-14 ára sem fram fer á Laugum í umsjón HSÞ um helgina.
Forskráningu lauk á miðnætti í nótt og skráðu 16 félög og héraðssambönd keppendur á mótið.
Flestir keppendur koma frá ÍR eða 31, 27 eru frá UMSE, 26 frá HSK og 21 frá heimamönnum í HSÞ.
 
Nú verður í fyrsta sinn keppt í aldursflokki 11 ára stráka og stelpna á mótinu, en samþykkt var á þingi FRÍ í vor að bæta þessum árgangi við. Jöfn og góð skráning er í allar keppnisgreinar mótins og útlit er fyrir skemmtilegt mót á Laugum um helgina í góðu veðri skv. veðurspá fyrir helgina.
 
Nú er verðið að vinna í uppsetningu leikskrár fyrir mótið og ætti hún að vera tilbúin á morgun, fimmtudag og verður þá hægt að skoða hana í mótaforritinu hér á síðunni. Þar er hægt að sjá tímaseðil fyrir keppnina, en mótið hefst kl. 11:00 á laugardagsmorgun og eru áætluð mótslok um kl. 14:30 á sunnudaginn.
 
Nánari upplýsingar um MÍ 11-14 ára eru að finna undir mótaskrá hér á síðunni.

FRÍ Author