2. Bikarkeppni FRÍ innanhúss á sunnudaginn

Að þessu sinni taka sjö lið þátt, en það eru lið Breiðabliks, FH, Fjölnis/Ármanns, ÍR A-lið, ÍR B-lið og A og B lið Norðurlands, en það lið samanstendur af keppendum frá HSÞ, UFA, UMSE og UMSS.
 
Lið Breiðabliks er núverandi bikarmeistari, en þeir sigruðu bæði karla- og kvennakeppni mótsins á síðasta ári. Búist er við mjög jafnri og spennandi keppni í ár og er erfitt að spá fyrir um hvaða lið komi til með að sigra keppnina í ár, bæði í karla- og kvennaflokki.
 
Í bikarkeppninni keppir einn keppandi frá hverju liði í hverri keppnisgrein og eru gefin 7 stig fyrir 1.sæti, 6 stig fyrir 2.sæti o.s.frv. niður í 1 stig fyrir 7.sæti.
 
Mótið hefst kl. 15:00 á sunnudaginn með stangarstökki kvenna og hástökki karla. Síðustu greinar keppninnar 4x400m boðhlaup karla er á dagskrá kl. 18:00. Hægt er að skoða tímaseðil undir mótaskránni hér á síðunni, en keppendalistar og leikskrá verður birt í mótaforritinu hér á síðunni í kvöld.

FRÍ Author