197 keppendur á MÍ 15-22 ára um helgina

197 keppendur frá 18 félögum og héraðssamböndum eru skráðir til leiks á Meistaramóti unglinga 15-22 ára sem fram fer um helgina í Laugardalshöllinni. Flestir keppendur koma frá ÍR alls 55, 26 frá FH og 16 frá Breiðablik.
Mótið hefst kl. 11:00 á laugardaginn og stendur til 16. Á sunnudaginn hefst keppni kl. 9:30 og eru áætluð mótslok um kl. 16.
 
Mótið er bæði einstaklings og liðakeppni. Keppt er um Íslandsmeistaratitil félagsliðs í meyja, sveina, stúlkna, drengja, ungkvenna- og ungkarlaflokkum, auk heildarstigakeppni allra flokka. Stigakeppni á mótinu fer þannig fram að fyrsta sæti í hverri grein gefur 6 stig, 5.sæti gefur 5 stig o.s.frv. niður í eitt stig fyrir 6.sæti.
 
Tímaseðill, keppendalisti og nánari upplýsingar eru að finna í mótaforritinu hér á síðunni.

FRÍ Author