15 ára hálfíslensk stúlka slær í gegn í Bandaríkjunum

Chelsey býr hjá móður sinni í Dallas í Texas og stundar nám og keppir í frjálsíþróttum fyrir Greenhill grunnskólann. Chelsey fæddist á Íslandi og bjó hér með foreldrum sínum fyrstu þrjú ár ævi sinnar og er hún með Íslenskan og Bandarískan ríkisborgararétt, en faðir hennar Birgir Sveinsson og hálfsystir búa hér heima. Chelsey keppti síðast á Íslandi á MÍ 12-14 ára á Sauðárkróki árið 2006 og vakti þá strax athygli fyrir góðan árangur á hlaupabrautinni, en hún keppir fyrir ÍR.
 
Það er óhætt að segja að Chelsey hafi í vetur og vor slegið í gegn á hlaupabrautinni, en hún er nú með besta árangurinn í sínum aldursflokki í Bandaríkjunum í 800m og míluhlaupi. Hún er í 9.bekk (grade), en keppir yfirleitt við stelpur í 10, 11 og 12.bekk á mótum.
 
Á Texas Relays stórmótinu sem fram fór í byrjun síðasta mánaðar hljóp Chelsey á 2:08,46 mín í 800m og 4:44,70 mín í mílu og sigraði og sett mótsmet í sínum aldursflokki í báðum greinum fyrir framan 16.000 áhorfendur. Auk þess fékk Chelsey viðurkenningu fyrir besta árangur mótins af grunnskólakeppendum
(outstanding high school performer).
 
Chelsey hefur bætt sig jafn og þétt í öllum vegalengdum frá 800m til 3000m á síðustu tveimur árum, en hún hljóp
á 2:19,72 mín í 800m fyrir tveimur árum (14 ára). Á síðasta ári hljóp hún á 2:11,98 mín í 800m og 4:33,88 mín í
1500m (15 ára) og það sem af er þessu ári er hún búin að hlaupa á 2:08,46 mín í 800m eins og áður sagði og 4:44,70 mín í míluhlaupi (1600m), sem jafngildir um 4:25 mín í 1500m hlaupi.
 
Chelsey sem verður 16 ára í haust hefur með þessum árangri náð lágmarki fyrir Heimsmeistaramót 19 ára og yngri sem fram fer í Pólandi í júlí, þrátt fyrir að eiga ennþá eftir 3 ár í þeim aldursflokki (lágmarkið er 2:09,00 í
800m og 4:28,00 í 1500m), en þau Helga Margrét Þorsteinsdóttir og Sveinn Elías Elíasson hafa einnig náð lágmörkum á mótið. Það er þó ekki enn víst hvort Chelsey tekur þátt í þessu móti eða öðrum mótum fyrir Íslands hönd í sumar, en ljóst er að þessi efnilega stúlka mundi styrkja Íslenska landsliðið verulega ef hún keppir fyrir það í ár, enda er hún með besta árangur íslenskra kvenna í þessum vegalengdum bæði í ár og sl. ár þrátt fyrir ungan aldur.
 
Það verður gaman að fylgjast með því hvaða stefnu Chelsey tekur á næstunni þ.e. hvort hún muni keppa fyrir Íslands hönd í sumar í Evrópubikarkeppni landsliða í júní og á HM 19 ára og yngri. Ljóst er að hér er á ferðinni
mikið efni, sem gæti ef allt gengur eftir keppt á Ólympíuleikunum í London árið 2012 fyrir Íslands hönd, en þá verður hún á tuttugusta aldursári.
 
Hér er slóð með myndbandi af Chelsey í keppni innanhúss í vetur, þar sem hún sigraði eins og oft áður í keppni í
í unglingaflokki á undanförnum mótum, en á þessu innanhússmóti hljóp hún 800m á 2:11,98 mín; http://tx.dyestat.com/?pg=reg32008-Indoor-TX-NIN-rpt-on-Texans
 
 

FRÍ Author