100. Víðavangshlaup ÍR á morgun, Sumardaginn fyrsta

Upphitun hefst við Hörpuna kl. 11:15 og Kári Steinn Karlsson ræsir hlaupið kl. 12:00 í Tryggvagötunni.  Hlaupin verður ný 5 km leið upp Hverfisgötu, niður Laugaveg og Bankastræti, eftir Lækjargötu og Fríkirkjuvegi, umhverfis tjörnina og endað við Arnarhól.
Allir þátttakendur fá sérsleginn verðlaunapening þegar þeir koma í mark.
Pulsuveisla og fjör að loknu hlaupi
Lindex bauð öllum forskráðum börnum 15 ára og yngri frítt í hlaupið.  Vífilfell býður öllum keppendum Coke í gleri að hlaupi loknu.  Landsbankinn heldur uppi fjörinu við endamarkið með tónlist, Nivea styrkir framkvæmd hlaupsins með veglegum hætti og ÍTR býður öllum hlaupurunum frítt í sund.  Verðlaunaafhending verður kl. 13:00
Boð hjá borgarstjóra og söguvefur opnaður
Að loknu hlaupi býður borgarstjórinn í Reykjavík Dagur B Eggertsson öllum núlifandi sigurvegurum í hlaupinum, framkvæmdaraðilum og forsvarsmönnum íþróttahreyfingarinnar í hóf í Höfða.  Þar verður opnaður vefur með sögu hlaupsins sem Ágúst Ásgeirsson hefur ritað. Við undirbúning og framkvæmd hlaupsins hefur ÍR notið stuðnings frá ÍSÍ, ÍBR og ÍTR og öðrum stofnunum Reykjavíkurborgar auk rúmlega hundrað sjálfboðaliða félagsins sem undirbúa og framkvæma hlaupið.
 
Allar upplýsingar um hlaupið er að finna hér á heimasíðu Frjálsíþróttadeildar ÍR og á Facebooksíðu hlaupsins.
 
Nánari upplýsingar gefa:Margrét Héðinsdóttir, formaður Frjálsíþróttadeildar ÍR
S: 854-1481.  Netfang:  margret1301@gmail.com

FRÍ Author